Skilmálar

 

Netverslunin woolkatla.com er í eigu Marek Rutkowski og Beötu Rutkowska en þau reka starfsemi fyrirtækis sem ber heitið:

Prjónastofa Katla ehf.
Kt. 4901201220
VSK nr. 138047
Sigtún 2, 870 Vík
Tel. 003548446056

woolkatla@woolkatla.com

Netverslunin Prjónastofan Katla, hér eftir nefnd verslun, rekur atvinnustarfsemi í sölu ullarvara og fylgihluta skv. reglum og skilmálum er tilgreindir eru í reglum þessum.


Pantanir

Allar vörur sem í boði eru í versluninni eru framleiddar með lagalegum hætti og koma nýjar beint úr verksmiðju.

Pantanir á vörum sem verslunin býður upp á er hægt að leggja inn í gegnum vefgáttina á www.woolkatla.com.

Hægt er að leggja inn pöntun allan sólarhringinn, 7 daga í viku, allt árið um kring.

Viðskiptavinur settur í körfu vörur sem hann hefur valið sér með því að smella á tiltekna vöru. Næst fyllir hann út pöntunareyðublað og smellir svo á takkann Staðfesta pöntun.

Pöntun telst gild og móttekin um leið og greitt hefur verið vegna viðskipta inn á reikning verslunarinnar.

Í rauninni fást allar þær vörur sem sjást á vefsíðu verslunarinnar á vefgáttinni woolkatla.com og eru til á lager nema annað sé tekið fram í vörulýsingu.

Komi í ljós eftir að pöntun hefur verið lögð inn að varan sé ekki til eða verði til á öðrum afgreiðslutíma en þeim er kemur fram í reglum þessum, upplýsir verslunin viðskiptavin um það tafarlaust og gefur til kynna næsta mögulega afgreiðsludag.

Verði nýr afgreiðslu- og afhendingardagur ekki samþykktur á viðskiptavinur rétt á að hætta við pöntunina að öllu leyti eða að hluta til innan 3 virkra daga frá móttöku ofangreindra upplýsinga að telja.

Vegna pantana á sérhönnuðum vörum hefur verslunin samband við viðskiptavin til að ræða mögulegan afgreiðsludag.

Pantanir á vörum eru afgreiddar í þeirri röð er þær berast.

Verð á vörum

Verð á vörum er gefið upp í íslenskum gjaldmiðli og telst heildarverð (með 24% VSK). Sendingarkostnaður reiknast áður en greiðslan fer fram.

Greiðsla

Fyrirtæki okkar notast við öruggu greiðsluþjónustuna Saltpay en í henni felst það að fyrir pantaða vöru er unnt að greiða með vísa- og debetkorti. Tekin er einnig á móti greiðsla með VISA Electron, Mastercard og Maestro.

Ef um millifærslu er að ræða þá þarf að hafa samband við verslunina á woolkatla@woolkatla.com.

Bankareikningur: 0182-26-200049

Kennitala: 4901201220

Til að tryggja skilvirkni í afgreiðslu pöntunar þarf að gefa upp pöntunarnúmer og senda staðfestingu á greiðslu á ofangreint netfang.

Greiða þarf eigi síðar en innan 3 daga frá því að pöntun hefur verið lögð inn. Verði þetta skilyrði ekki uppfyllt fellur pöntunin niður.

Til að staðfesta að greiðslan hafi verið móttekin gefur verslunin út kvittun en í sérstökum tilfellum vegna óska viðskiptavinar getur verslunin gefið út reikning.

Vöruafhending

Afgreiðsluferli pöntunar hefst um leið og greiðslan vegna vöru ásamt sendingarkostnaði hefur verið móttekin inn á reikning verslunarinnar.

Afgreiðsluferli hverra pantana sem leggjast inn eftir kl. 12:00, á sunnudegi eða á frídögum hefst kl. 9:00 næsta virkan dag.

Pöntuð vara sendist á heimilisfang viðskiptavinar er gefið hefur verið upp í pöntunareyðublaði.

Hafi heimilisfang ekki verið gefið upp eða um rangt heimilisfang sé að ræða vegna vöruafhendingar getur það haft í för með sér seinkun á afgreiðslu eða komið í veg fyrir að unnt verði að afgreiða pöntunina.

Í slíkum tilfellum hefur verslunin samband við viðskiptavin með beiðni um að að fylla út pöntunareyðublað með réttum hætti. Bregðist viðskiptavinur ekki við þeirri beiðni hefur það í för með sér að pöntunin felli sjálfkrafa niður.

Allar pantanir um land allt eru sendar með Íslandspósti. Þær falla undir skilmála er gilda um afhendingu, ábyrgð og flutning sem er að finna á vefsíðu Íslandspósts.

Afhendingarkostnaður greiðist af viðskiptavini.

Fyrir pantanir á vörum sem nema hærra verði en 15.000 kr. (án tillits til afhendingarkostnaðar) er afhending hér á landi viðskiptavini að KOSTNAÐARLAUSU.

Sé innihald sendingar ekki í samræmi við pöntunina greiðir verslunin kostnað sem hlýst af vöruskilum og einnig kostnað vegna næstu afhendingar á réttri vöru.

Afhendingartími er að jafnaði 24 virkir dagar. Sé varan ekki á lager hefur verslunin samband við viðskiptavin og upplýsir hann um næsta mögulegan afhendingardag.

Hægt er einnig að sækja pantaða vöru sjálf(ur) í Vík. Áður en varan er sótt þarf að hafa samband við verslunina með tölvupósti eða símleiðis til að fá frekari upplýsingar.

Pantanir til útlanda

Afgreiðslutími er 24 dagar. Vara sendist með Íslandspósti. Sendingarkostnaður fer eftir þyngd pantaðrar vöru og eftir ákvörðunarlandi. Áætlaðan sendingarkostnað er að finna á vefsíðu Íslandspósts.

Á erlendar sendingar kunna að leggjast aðflutningsgjöld eða skattur skv. lögum er í gildi eru í móttökulandi. Gjöld þessi eru ekki innifalin í sendingarkostnaði og greiðsla þeirra er á ábyrgð viðskiptavinar.

Kvörtun og skilafrestur

Alls kyns kvartanir í tengslum við starfsemi verslunarinnar woolkatla.com, og þ.m.t. ósamræmi milli vöru og viðskiptasamnings, sýnilega galla í vöru, vöruafhendingu o.þ.h., skulu sendar inn með tölvupósti á woolkatla@gmail.com.

Í kvörtun skal tilgreina vöruheiti eða tákn vöru, númer kvittunar eða reiknings, upplýsingar um heimilisfang viðskiptavinar, ástæðu vöruskila sem og kröfu viðskiptavinar um að verðið verði lækkað, um afturköllun samnings, skipti á vörunni fyrir gallalausa vöru eða hugsanlega um að fjarlægja galla.

Afgreiðslufrestur kvartana er eigi lengri en 7 almanaksdagar frá því að kvörtun hefur verið send inn.

Verði nauðsynlegt að senda viðkomandi vöru til baka vegna afgreiðslu kvörtunar verður viðskiptavinur beðinn að afhenda vöruna á kostnað verslunarinnar á ofangreint heimilisfang. Vegna skipta á vörum greiðir viðskiptavinur sendingarkostnað.

Skila skal vöru eða skipta á henni innan 14 daga frá söludagsetningu að telja. Full endurgreiðsla er tryggð að uppfylltum ofangreindum skilyrðum um skilafrest.

Endurgreiðsla skal fara fram með sömu hætti og upprunalega greiðslan.

Eigi skal skila vöru í verra ástandi en hún var upprunalega í ella skuli hún ekki móttekin.

Erlendir viðskiptavinir geta skilað eða skipt á gallaðri vöru innan 30 daga frá söludagsetningu að telja svo framarlega sem þeir greiða sendingarkostnað og öll viðeigandi aðflutningsgjöld. Til að koma í veg fyrir frekari aðflutningsgjöld mælt er með því að varan verði merkt með „Skil á vöru“.

Persónuvernd

Með því að samþykkja reglur þessar veitir viðskiptavinur samþykki fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga hans af hálfu verslunarinnar að því leyti sem nauðsynlegt reynist vegna afgreiðslu pöntunar. Farið er með allar persónuupplýsingar sem veittar eru söluaðila sem trúnaðarmál og verða ekki undir nokkrum kringumstæðum afhendar eða seldar þriðju aðilum.

Lokaákvæði

Prjónastofan Katla áskilur sér rétt til að geta komið á breytingum á reglum verslunarinnar af mikilvægum ástæðum. Til þeirra teljast sérstaklega eftirtalin atriði: breytt lög, breyttur greiðslu- og afhendingarmáti að því leyti sem breytingar þessar geti haft áhrif á hvort unnt sé að fara að ákvæðum reglna þessara. Breytingar á reglum þessum koma ekki til að brjóta í bága við réttindi viðskiptavinar sem þeir hafa áunnið sér áður en breytingar á reglum þessum gengu í gildi, en sérstaklega skulu þær ekki hafa áhrif á pantanir sem verið er að leggja inn eða hafa þegar verið lagðar inn, og ekki heldur á sölusamning sem hefur verið gerður, er í gildi nú eða hefur verið efnt.

Reglur þessar skal túlka skv. íslenskum lögum.

Lög og varnarþing

Rísi ágreiningur um önnur atriði er kveðið er ekki á um í reglum þessum skal leita úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur.