Að norðan gnæfir Kötlueldstöðin yfir þorpinu sem er falin undir íshellunni Mýrdalsjökli. Í næsta nágrenni stendur hinn frægi Eyjafjallajökull sem lét af sér vita með miklum krafti árið 2010 en hann lamaði þá flugumferð í allri Evrópu. Atlantshaf teygir sig sunnan frá Vík en öflugar öldur þess móta látlaust ótrúleg form í klettaveggjum eldfjallsins. Það nægir að nefna bergmyndun Reynisdranga sem skera sig í Atlantshaf en þeir minna á þriggja mastra skip, staura úr basalti og klettabogann Dýrhólaey sem er nokkrum kílómetrum í burtu frá Vík.
Það sem dregur fólk að Vík í Mýrdal er ótvírætt það sem móðir jörð hefur veitt henni, meðal annars: ein fegursta strönd í heimi – svarta ströndin Reynishverfi, hin mikla eyðimörk Mýrdalssandur og óteljandi fuglastofnar, þar á meðal hinn heillandi lundi. Þegar maður dáist að hrífandi útsýni getur hann einnig fundið söguleg ummerki sem eru frá upphafi landnámstímabilsins á Íslandi. Einn slíkur staður er Hjörleifshöfði en efst á höfðanum er að finna haug eins fyrsta landnámsmanns Íslands.
Þessi merkilegi staður, Vík í Mýrdal, liggur á svæðinu er ber heitið Katla UNESCO Global Geopark.