Saumastofa okkar er staðsett á Suðurlandi – í Vík í Mýrdal, en hún er liðlega í 185 km fjarlægð frá Reykjavík. Þó að íbúafjöldinn sé ríflega 540 manns er þorpið með þeim mest heimsóttu stöðum á eyjunni vegna ótrúlega fagurs landslags og staðsetningar þess við strendur hafsins. Svæðið einkennist af fjölbreyttum landslagsþáttum en þeir verða stanslaust fyrir áhrifum hinna fjögurra náttúruafla.
Okkar litla fjölskyldufyrirtæki var stofnað árið 2020, sem er ekki langt síðan, en það samræmist þó með fullkomnum hætti sögu vefnaðariðnaðar í Mýrdalshreppi. Við önnumst aðallega framleiðslu vara úr íslenskri ull og höldum þannig áfram með slíka starfsemi líkt og önnur fyrirtæki sem stofnuð voru í fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar.
Staður þar sem öll náttúruöflin mætast – Vík í Mýrdal
Our knitwear factory is located on Iceland’s magnificent South Coast-in the village of Vík. Vík is a mere 185km drive from Reykjavík. Although the total number of inhabitants is only over 540 people, the village is one of the most visited and popular destinations for tourists in Iceland. This is due to its incredibly beautiful landscape and stunning situation by the sea and black sand beaches.
Að norðan gnæfir Kötlueldstöðin yfir þorpinu sem er falin undir íshellunni Mýrdalsjökli. Í næsta nágrenni stendur hinn frægi Eyjafjallajökull sem lét af sér vita með miklum krafti árið 2010 en hann lamaði þá flugumferð í allri Evrópu. Atlantshaf teygir sig sunnan frá Vík en öflugar öldur þess móta látlaust ótrúleg form í klettaveggjum eldfjallsins. Það nægir að nefna bergmyndun Reynisdranga sem skera sig í Atlantshaf en þeir minna á þriggja mastra skip, staura úr basalti og klettabogann Dýrhólaey sem er nokkrum kílómetrum í burtu frá Vík.
Það sem dregur fólk að Vík í Mýrdal er ótvírætt það sem móðir jörð hefur veitt henni, meðal annars: ein fegursta strönd í heimi – svarta ströndin Reynishverfi, hin mikla eyðimörk Mýrdalssandur og óteljandi fuglastofnar, þar á meðal hinn heillandi lundi. Þegar maður dáist að hrífandi útsýni getur hann einnig fundið söguleg ummerki sem eru frá upphafi landnámstímabilsins á Íslandi. Einn slíkur staður er Hjörleifshöfði en efst á höfðanum er að finna haug eins fyrsta landnámsmanns Íslands.
Þessi merkilegi staður, Vík í Mýrdal, liggur á svæðinu er ber heitið Katla UNESCO Global Geopark.
Að norðan gnæfir Kötlueldstöðin yfir þorpinu sem er falin undir íshellunni Mýrdalsjökli. Í næsta nágrenni stendur hinn frægi Eyjafjallajökull sem lét af sér vita með miklum krafti árið 2010 en hann lamaði þá flugumferð í allri Evrópu. Atlantshaf teygir sig sunnan frá Vík en öflugar öldur þess móta látlaust ótrúleg form í klettaveggjum eldfjallsins. Það nægir að nefna bergmyndun Reynisdranga sem skera sig í Atlantshaf en þeir minna á þriggja mastra skip, staura úr basalti og klettabogann Dýrhólaey sem er nokkrum kílómetrum í burtu frá Vík.
Það sem dregur fólk að Vík í Mýrdal er ótvírætt það sem móðir jörð hefur veitt henni, meðal annars: ein fegursta strönd í heimi – svarta ströndin Reynishverfi, hin mikla eyðimörk Mýrdalssandur og óteljandi fuglastofnar, þar á meðal hinn heillandi lundi. Þegar maður dáist að hrífandi útsýni getur hann einnig fundið söguleg ummerki sem eru frá upphafi landnámstímabilsins á Íslandi. Einn slíkur staður er Hjörleifshöfði en efst á höfðanum er að finna haug eins fyrsta landnámsmanns Íslands.
Þessi merkilegi staður, Vík í Mýrdal, liggur á svæðinu er ber heitið Katla UNESCO Global Geopark.
Sagan okkar hófst í Víkurprjóni
Prjónastofan Katla spretti upp vegna reynslu sem við höfðum öðlast hér í Vík liðlega undanfarin tíu ár. Heiti fyrirtækisins er ekki tilviljunarkennt en það vísar til heitis hins fyrstu saumastofu sem stofnuð var í Vík árið 1971. Þá ber heitið Kalla einnig okkar nærliggjandi eldfjall auk þess að þessu nafni heitir aðalpersóna í þjóðsögu er gerist hér á svæði en hún framdi hræðilegan glæp…
Þeir sem standa fyrir starfsemi Prjónastofunnar Kötlu erum við, þ.e.a.s. Beata og Marek, okkar frábæru börn sem og hinn trúfastasti förunautur okkar Rella en hundur okkar heitir einmitt það. Sem fjárhundur hefur hann unun af því að dvelja í verksmiðjunni og finna lykt af sauðfjárull. Þegar hann er hjá okkur gamnar hann sér með okkur á meðan við erum við vinnu.
Prjónastofan Katla spretti upp vegna reynslu sem við höfðum öðlast hér í Vík liðlega undanfarin tíu ár. Heiti fyrirtækisins er ekki tilviljunarkennt en það vísar til heitis hins fyrstu saumastofu sem stofnuð var í Vík árið 1971. Þá ber heitið Kalla einnig okkar nærliggjandi eldfjall auk þess að þessu nafni heitir aðalpersóna í þjóðsögu er gerist hér á svæði en hún framdi hræðilegan glæp…
Þeir sem standa fyrir starfsemi Prjónastofunnar Kötlu erum við, þ.e.a.s. Beata og Marek, okkar frábæru börn sem og hinn trúfastasti förunautur okkar Rella en hundur okkar heitir einmitt það. Sem fjárhundur hefur hann unun af því að dvelja í verksmiðjunni og finna lykt af sauðfjárull. Þegar hann er hjá okkur gamnar hann sér með okkur á meðan við erum við vinnu.
Prjónaævintýri okkar hófst þegar við vorum ráðin í Víkurprjón ehf. en um saumastofu er að ræða sem hafði þá starfrækt síðan 1981. Það var í þessu starfi á saumastofunni sem við öðluðust þekkingu á ull og ullarvörum. Reynsla sem við höfum fengið á sviði prónaskapar kemur frá áralöngu starfi okkar við framleiðslu og sölu á vörum í búðinni sem saumastofan rak sem og frá þjálfunarnámskeiðum í stjórnun STOLL prjónavéla. Árið 2012 komu breytingar á eiganda saumastofunnar og síðan árið 2019 hætti hún starfsemi sinni. Það var einmitt á þeim tímapunkti sem við einsettum okkur að opna okkar eigin saumastofu sem myndi fylla skarð hinnar á prjónamarkaðnum.
Prjónaævintýri okkar hófst þegar við vorum ráðin í Víkurprjón ehf. en um saumastofu er að ræða sem hafði þá starfrækt síðan 1981. Það var í þessu starfi á saumastofunni sem við öðluðust þekkingu á ull og ullarvörum. Reynsla sem við höfum fengið á sviði prónaskapar kemur frá áralöngu starfi okkar við framleiðslu og sölu á vörum í búðinni sem saumastofan rak sem og frá þjálfunarnámskeiðum í stjórnun STOLL prjónavéla. Árið 2012 komu breytingar á eiganda saumastofunnar og síðan árið 2019 hætti hún starfsemi sinni. Það var einmitt á þeim tímapunkti sem við einsettum okkur að opna okkar eigin saumastofu sem myndi fylla skarð hinnar á prjónamarkaðnum.
Staðbundin vara
Við höfum það að markmiði að framleiða vörur úr hráefni hérlendis frá en það gerir það að verkum að það sem stendur á merkimiðum „Made in Iceland“ sé ekki eintómt slagorð. Við framleiðum fyrst og fremst teppi, húfur, vettlinga og herðaskjól. Vörur þessar eru búnar til úr 100% íslenskri ull en eiginleikar hennar felast í því að hún sé rakasæl og veitir einangrun. Mynstur sem við kynnum í vörum okkar verða fyrst og fremst til vegna innblásturs sem þessi töfrandi staður veitir okkur, ásamt náttúrunni, athyglisverðu sögunni, sem samtvinnast staðbundnum þjóðsögum, og hinni norrænu menningu. Við viljum hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi með því að nýta tækni og beita aðferðum sem lágmarka tap á hráefnum og með því að innleiða fjölhæfar vörur sem geta nýst til lengri tíma. Vörur okkur eru merktar með myndmerkinu Katla UNESCO Global Geopark og er hér um að ræða staðbundnar vörur að öllu leyti.
Við höfum það að markmiði að framleiða vörur úr hráefni hérlendis frá en það gerir það að verkum að það sem stendur á merkimiðum „Made in Iceland“ sé ekki eintómt slagorð. Við framleiðum fyrst og fremst teppi, húfur, vettlinga og herðaskjól. Vörur þessar eru búnar til úr 100% íslenskri ull en eiginleikar hennar felast í því að hún sé rakasæl og veitir einangrun. Mynstur sem við kynnum í vörum okkar verða fyrst og fremst til vegna innblásturs sem þessi töfrandi staður veitir okkur, ásamt náttúrunni, athyglisverðu sögunni, sem samtvinnast staðbundnum þjóðsögum, og hinni norrænu menningu. Við viljum hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi með því að nýta tækni og beita aðferðum sem lágmarka tap á hráefnum og með því að innleiða fjölhæfar vörur sem geta nýst til lengri tíma. Vörur okkur eru merktar með myndmerkinu Katla UNESCO Global Geopark og er hér um að ræða staðbundnar vörur að öllu leyti.
Vinsælustu vörurnar
-
Lundateppi
kr.19.500,00 – kr.27.310,00 Velja kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page -
Lundi sett
kr.9.950,00 Velja kosti This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page