Skip to content

Víkurprjóns saga

myndband eftir Þóri N. Kjartansson
Play Video

Katla knitting factory Ltd.

1971-1985

Í lok sjöunda og áttunda áratugar voru ullarvörur úr íslenskri ull mjög vinsælar, þ.á.m. peysur, frakkar og kápur, vettlingar og hanskar, húfur og gólfteppi. Áherslumarkaðurinn var Evrópa og Norður-Ameríka.

Eftirspurn eftir ullarvörum fór sífellt vaxandi og því gekk Álafoss til samstarfs við margar sauma- og prjónastofur á Íslandi, m.a. Prjónastofuna Kötlu frá Vík, en um er að ræða aðalframleiðanda og útflytjanda íslenskrar ullar.

Katla-history-2
history-katla-prjónastofa-4

Prjónastofan Katla hóf starfsemi sína í mars 1971 en á þeim tíma var fyrirtækið í höndum 114 hluthafa. Þeir helstu voru þá: sýslusjóðurinn, Hvammshreppur og Kaupfélag Vestur-Skaftafellsýslu. Aðrir samstofnendur fyrirtækisins voru aðallega einstaklingar frá Vík.

Samstarf Prjónastofunnar Kötlu og Álafoss, sem var þá einkaleyfishafi á erlendum markaði, sérstaklega í Bandaríkjunum, fólst í því að Katla keypti hráefni en Álafoss annaðist sölu á fullunnum vörum. Eitt skilyrða fyrir þessu samstarfi var það að flestar vörur skyldu hannaðar í Álafossi. Þess ber að geta að hluti verkanna hafi einnig verið unninn af Kötlu sjálfri. Flestar vörur voru sendar út en aðallega til Bandaríkjanna og Evrópulanda. Einungis 10% varanna voru sendar á innlendan markað.

Prjónaverksmiðjan rak einnig Halldórsverslun þar sem fjöldi starfsmanna taldist 2530 manns. Árlega voru saumuð 6070 fatamunstur í hundrað þúsund stykkjum. Dagleg framleiðsla peysa náði 100 stykkjum. Fyrir utan peysur voru þá einnig framleiddir smókingjakkar, frakkar og kápur.

Katla Prjónastofa 3
Prjónastofa Katla 4

Prjónastofan Katla gekk á næsta þróunarskeiði sínu til samstarfs við rússneskan verktaka árið 1979. Síðan þá var það einmitt Rússland sem var orðinn áherslumarkaður. Auk fatnaðar fyrir fullorðna voru einnig sendar barnavörur. Í upphafi níundu áratugar síðustu aldar fjárfesti fyrirtækið í búnaði til framleiðslu. Vegna þess að framleiðslumagn hjá prjónastofunni jókst árið 1981 voru bæði vinnslusalurinn og saumastofan flutt í eitt stærsta hús í Vík – Brydebúð.

Það kom í ljós að hin fyrrnefnda fjárfesting hafði ekki skilað árangri en fljótlega eftir það hafði eftirspurn eftir ullarvörum á erlendum markaði farið minnkandi en sérstaklega á hinum bandaríska. Þessi óhagstæða efnahagsstaða í prjónageiranum leiddi til þess að skuldir Prjónastofunnar Kötlu hefðu hækkað með reglubundnum hætti með þeim afleiðingum að hún fór á hausinn. Árið 1985 var starfsemi eins stærsta fyrirtækis í Vík í Mýrdal hætt en það gerði það að verkum að 30 manns misstu vinna sína. Fyrir þorpið var það krísuástand en einn sjöundi íbúi sveitarfélagsins varð atvinnulaus.

Katla Prjónastofa 1

Saumastofan Gæði hf.

1986-1992
Gæði Saumastofa

Saumastofan Gæði hf var stofnuð í júlí 1986 eftir gjaldþrot Prjónastofunnar Kötlu. Með aðkomu Byggðastofnunar og Mýrdalshrepps keypti Gæði hf prjónavélar, áhöld og lager þrotabúsins og hóf starfsemi í sömu byggingu – Brydebúð.

Á fyrsta starfsári fyrirtækisins voru 10 manns starfandi við fyrirtækið en hafði fjölgað upp í 23 starfsmenn árið 1990, þar af 9 manns í hlutastarfi.
Flestir starfsmannanna sóttu grunnnámskeið í fataiðnaði og nokkrir fóru á námskeið í Þýskalandi til frekari sérhæfingar.
Framkvæmdastjóri Gæða var Sigurður Guðjónsson og þegar hann lét af störfum tók Auður Axelsdóttir við starfi framkvæmdastjóra.

Saumastofa Gæði 3
Gæði Saumastofa

Fyrstu árin var framleiðsla Gæða aðallega unnin úr íslensku ullinni, en vegna minnkandi eftirspurnar á ullarvörum sérstaklega á erlendum mörkuðum dróst vörusalan verulega saman á árunum 1988 og 1989.

Til að koma til móts við þennan vanda þá var farið að framleiða peysur og smávöru úr bómullarefnum og árið 1989 var yfir 50% af framleiðslu fyrirtækisins unnin úr bómull.
70% af framleiðslunni var flutt erlendis. Aðalsamningsaðili Gæða á þessum tíma var fyrirtæki frá Rússlandi. Einnig hafði partur af framleiðslunni verið sendur til Ásblikk ehf. í Reykjavík.

Eftir sex ára rekstur Gæða, haustið 1992 fór fyrirtækið í gjaldþrot. Ástæður þess voru meðal annars hár flutningskostnaður og hátt orkuverð. Mýrdalshreppur eignaðist vélar og tæki Gæða við gjaldþrotið.

Saumastofa Gæði 1

Víkurprjón hf.

1980-2012

…í vinnslu

Víkurprjón 1