Í lok sjöunda og áttunda áratugar voru ullarvörur úr íslenskri ull mjög vinsælar, þ.á.m. peysur, frakkar og kápur, vettlingar og hanskar, húfur og gólfteppi. Áherslumarkaðurinn var Evrópa og Norður-Ameríka.
Eftirspurn eftir ullarvörum fór sífellt vaxandi og því gekk Álafoss til samstarfs við margar sauma- og prjónastofur á Íslandi, m.a. Prjónastofuna Kötlu frá Vík, en um er að ræða aðalframleiðanda og útflytjanda íslenskrar ullar.