Skip to content
Vörur okkar eru framleiddar úr ull íslensku kindarinnar (lat. ovis aries borealis) sem er afbrigði af stuttrófukyni sem var einu sinni útbreitt í Norður-Evrópu. Nú er þessi fjárstofn ræktaður á litlum svæðum álfunnar, þ.á.m. í Færeyjum, Orkneyjum, Svíþjóð og Rússlandi.

Íslensk ull

Talið er að sauðfé hafi komið til Íslands með Víkingum á árunum 870 – 930 en þar sem þeir vildu setjast að hér á landi þá komu þeir á skipum með eigur sínar, þræla og húsdýr. Þetta tiltekna tímabil heitir landnámsöld. Nýlendumenn urðu framan af að horfast í augu við ótrúlega erfiðar lífsaðstæður en það sem gerði þeim auðveldara fyrir var einmitt sauðfé sem í raun hafði þann ógætis eiginleika að aðlagast. Sauðfé var þeim undirstöðufæða í formi kjöts og mjólkur ásamt ágætri ull.

icelandic-wool-katla-1
icelandic-wool-katla-3
Með tímanum fór þessi fjárstofn vaxandi en ræktun þess gerði það að verkum að úr því varð einkennilegur stofn með einstæða ull. Ástæðan fyrir þessum einkennilegu stofni voru skilyrði fyrir ræktun sem einkenndust af einangrun frá heiminum og af ótrúlega erfiðum loftslagsaðstæðum, á meðal virkra eldfjalla, jökla og endalausra hæða. Íslensk ull skiptist í tvo þræði: innri þræði sem kallast þel og ytri þræði sem kallast tog. Innri þræðirnir eru stuttir, mjúkir og viðkvæmir og einkennast af frábærum einangrunareiginleikum en það gerði það að verkum að þeir voru notaðir í framleiðslu fatnaðar. Á hinn bóginn eru ytri þræðirnir langir, grófir og harðir og hrinda frá sér vatni og því eru þeir nýttir sem hráefni til framleiðslu teppa og kaðla. Hárið er brunaþolið en það brennur ekki heldur bráðnar aðeins við mjög háan hita.
Ofangreindir eiginleikar sýna sérstöðu ullar í samanburði við þess konar tegundir hráefnis sem notaðar eru um allan heim. Íslensk ull þarf ekki að þvo oft, hún gleypir ekki lykt og óhreinkast ekki fljótt en teygjanleiki þráðanna gerir það að verkum að ullarvörur krumpast ekki. Vegna „sjálfhreinsandi“ eiginleika hennar þarf ekki að þvo hana oft, en hins vegar er gott að viðra hana.
icelandic-wool-katla-4
icelandic-wool-woolkatla

Ef nauðsyn ber til skal setja ullarvörur helst í handþvott í volgu vatni við 30 gráður. Við skolun þarf að nota einungis efni fyrir ull eða náttúruleg staðgönguefni, t.d. lanólín. Það ætti helst ekki að vinda eða rulla blautar flíkur. Það má hins vegar pressa þær mjúklega til að fjarlægja umfram vatn úr eða láta þvottavél vinda þær í hálfa mínútu og svo láta þær þorna. Bæði við þurrkun og hugsanlega geymslu á ekki að hengja flíkur upp heldur leggja þær flatar en það kemur í veg fyrir að þær togni

katla-wool-30-handwash

Íslensk framleiðsla

Eins og hjá fyrri prjónaverksmiðjum í Vík í Mýrdal vinnum við okkar vörur úr “innlendu“ hráefni. Við framleiðum teppi, húfur og vettlinga úr íslensku ullarbandi. Hönnun okkar er byggð á staðbundinni menningu og einnig sækjum við okkur innblástur og hugmyndir í náttúru svæðisins. Sérstaða íslensku ullarinnar er mótuð af þúsund ára aðlögun íslensku sauðkindarinnar í harðbýlu landi. Við þökkum reynslu okkar og virðingu fyrir hefðinni þá getum við boðið þér eitthvað meira en bara vöru. Okkar ósk er sú að íslenska ullin haldi áfram að veita okkur hlýju og il á köldum dögum og löngum vetrarkvöldum.
Made in Iceland íslensk ull

Vinsælustu vörurnar